Um Fljótt og Gott

Veitingastaðurinn Fljótt og Gott er staðsettur á umferðarmiðstöð Íslands eða eins og margir segja, BSÍ. Staðsetningin gæti ekki verið meira miðsvæðis en alltaf eru næg bílastæði og engar stöðumælasektir.

Um leið og þú kemur inn á BSÍ finnur þú fyrir alþjóðlegri stemningu enda er staðurinn miðstöð rútuferða sem flytja hundruðir þúsunda ferðamanna, innlenda og erlenda um allt land og eru daglegar rútuferðir á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík.

Veitingastaðurinn Fljótt og Gott er einn af elstu veitingastöðum Íslands en saga staðarins nær 50 ár aftur í tímann. Við lítum þannig á að í gegnum tíðina hafi skapast mikil hefð og reynsla sem viðskiptavinir okkar njóta í afbragðs mat, þjónustu og umhverfi.

Við bjóðum alla velkomna í þægilegt og fjölskylduvænt umhverfi þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi.